Aðalfundur H-DC ICE er nú yfirstaðinn og viljum við þakka þeim félögum sem sáu sér fært að mæta fyrir samveruna og góðan fund. Fundurinn fór, eins og undanfarinn ár, fram í húsnæði Mótorsmiðjunnar að Skipholti 5 og viljum við þakka strákunum þar fyrir lán á húsnæðinu og góðar móttökur.
Matti formaður fór yfir helstu uppákomur frá árinu sem leið. Stebbi, fráfarandi gjaldkeri, gerði grein fyrir fjárhag félagsins og fékk gott klapp fyrir vel unnin störf í þágu H-DC ICE undanfarin 4 ár. Kosin var í stjórnarstöður félagsins og Matti #158 var endurkjörin sem formaður. Inda Björk #38 var einnig endurkjörin í stöðu ritara. Nýr gjaldkeri var kosinn í stjórn þar sem Stefán #96 lét af störfum eftir langa og trygga þjónustu. Nýi gjaldkerinn heitir Brynjar Örn Sveinsson #88 og óskum við hann velkomin í stjórn H-DC ICE.