Fundur settur kl. 13:15.

Mættir 6.

-Skýrsla stjórnar: Speesi Kynnir

-Greiddir meðlimir 48.
-Nordic Run: Komið við á Landsmóti. Vel heppnað að koma þar við og vakti mikla  ánægju meðal hópsins.
-Norðurlandastyrkurinn. Upphæðin er 250 evrur á land, og því 1000 evrur í heildina sem koma til okkar á ári. Spessi og Dagurræddu málið á Norðurlandafundinum og það að mæta annað hvort skipti á Forsetafundinn og árlega á ForNorðurlandafund. Eftir fundinn ríkti mikill skilningur og sátt milli norðurlandaklúbbanna um málið.

-Reikningar (maí-maí).

Styrkir gera ráð fyrir kostnaði upp á 1250 evrur/ár til að mæta á fundina úti. Raunkostnaður er mun hærri og í raun ekki sjálfbært fyrir klúbb af okkar stærðargráðu.
Liðurinn “Forsetafundur” á ársreikningi inniheldur líka árgjaldið í Federation-ið.
Símakostnaður er kostnaðurinn við að halda úti sms-sendinga kerfinu til að senda á meðlimi.
Ársreikningurinn var samþykktur einróma.

-Kosning stjórnar.

Formaður: Spessi endurkjörinn einróma.
Varaformaður: Daguri endurkjörinn einróma.
Gjaldkeri: Guðjón stígur til hliðar sem gjaldkeri og þökkum við honum fyrir unnin störf undanfarin ár.
Matti kosinn einróma.
Ritari: Andri endurkjörinn einróma.
Varamenn: Gulli og Jón Ragnar kosnir einróma.

-Félagsgjöld:

-Núverandi árgjald er 6000kr plús kröfukostnað.
-Guðjón lagði til að hækka gjaldið í 8500kr til að standa undir því að virkja dagskrá klúbbsins eftir lægð undanfarinna ára.
Tillagan var samþykkt einróma.

Önnur mál:

-Forsetafundurinn verður haldinn á Íslandi í apríl 2020. Þetta var lagt til til þess að reyna að virkja íslenska hópinn. Áhugi var á því að hafa fundinn á léttu nótunum, einfaldan í sniðum og jafnvel standa fyrir grilli.
Hugmyndir hafa verið á lofti um að leigja gistihús með sal fyrir utan höfuðborgina fyrir fundinn sjálfan og færa sig síðan um set inn í borgina og standa fyrir dagskrá þar.
Eins að fara með hópinn í skoðunarferð með rútu.
Stungið var upp á að halda fundinn á Fjörukránni.
Allar hugmyndir frá meðlimum eru vel þegnar.
-Potato Run verður haldið í Langaholti hjá Kela, þar sem stutt er í ströndina þar sem hægt er að leika sér á krossurum og slíku. Klúbburinn þarf helst að fjárfesta í partýtjaldi sem aðstöðu fyrir gesti.
Eins þarf að hafa uppi á borðum, merkjum, fánum og slíku, sem klúbburinn gæti átt.

-Bolir og peysur.

Menn hafa fundið fyrir áhuga á bolum og peysum merktum klúbbnum. En það hefur verið lítið framboð undanfarin misseri. Spessi ætlar að fá tilboð í prentun. Jafnvel einfalda litina fyrir silkiprent. Þetta er góð fjáröflunarleið og eykur sýnileika klúbbsins aftur.

-Nordic Run.

Inda hefur sýnt áhuga á því að standa að þessu næsta ár aftur og fundurinn treystir henni vel til verksins.
Það er enn á huldu hvernig staðið verður að þessu, þar sem engar upplýsingar hafa borist að utan, t.d. varðandi tímasetningu.

-Hringferð.

-Síðasta helgin í júní og enda á Landsmóti. Verður upplýst síðar.

-Fundir í sumar/vetur.

Við munum halda áfram að hittast á fimmtudögum, en á Súfistanum í Hafnarfirði að þessu sinni.
Yfir veturinn munum við hittast mánaðarlega á fimmtudögum.
Við viljum hvetja fólk til þess að taka myndir á ferðalögum og mótorhjólatengdum viðburðum, sem vonandi verður hægt að nota í blað/dagatal, sem áhugi er á að endurvekja.

Fundi slitið kl. 14:30.