Félagsblaðið Hallinn

Félagsblað Harley-Davidson Club Iceland, Hallinn, kemur út tvisvar á ári. Blaðið er veglegasta og flottasta félagsblað á landinu og þó víðar væri leitað! Í blaðinu má lesa greinar um samkomur, skemmtanir, hjólaferðir og mót bæði hérlendis og erlendis.
Einnig eru greinar um falleg hjól í eigu félagsmanna og annara, ásamt mörgu örðu fjölbreytilegu efni um okkar áhugamál.
Nafn blaðsins er tekið af áratuga gömlu viðurnefni fyrir Harley mótorhjólin hér á landi. Lögreglan í Reykjavík notaði snemma Harley hjól og notuðu lögregluþjónar í mótorhjólalögreglunni viðurnefnið óspart. Það eru ekki mörg lönd í heiminum sem geta státað af því að hafa sérstakt viðurnefni fyrir þessi ágætu hjól og erum við stolt af að halda þessari hefð í hávegum með að nota nafnið á okkar frábæra félagsblað. Allir greiddir félagar fá Hallann í póstkassan sér að kostnaðarlausu. Upplýsingar um hvernig er hægt að skrá sig i félagið finnur þú hér. Einnig er hægt að kaupa blaðið á útvöldum stöðum í Reykjavík eða með því að hafa samband við stjórn H-DC ICE og fá blaðið sent til sín gegn vægri greiðslu.
Ritstjóri Hallans er Stjórn klúbbsins
Smelltu hér til að hafa samband við ritstjóran og senda inn greinar, myndir og fleira áhugavert efni fyrir blaðið!