H-D Club Iceland Rally

H-D Club Iceland Rally var haldið að Torfastöðum í Grafningi 10.-12.júlí.

Á bænum er rekin ferðaþjónusta og er bærinn líka kallaður Býli Andans.

Við vorum sérstaklega ánægð með staðsetninguna og aðstöðuna á bænum. Þetta var tveggja daga mót, fólk mætti á föstudagskvöldið og kom sér fyrir og gat keypt sér súpu á vægu verði.

Sumir fóru í indjána svett en aðrir sátu  í kringum varðeld eitthvað frameftir nóttu.

Í nágrenni við Torfastaði eru mjög skemmtilegar hjóla leiðir. Það voru um 15 hjól sem fóru í tveggja tíma hjóla túr á laugardeginum og eftir það var farið í leiki eins og reiptog og snigilinn svo eitthvað sé nefnt.

Um kvöldmatarleytið var kveikt upp í grillinu og dýrindis máltíðir hesthúsaðar.

Seinna um kvöldið var haldið ball við undirleik hljómsveitarinnar Kletta, hljómsveit Rúnar þórs.

Á sunnudeginum borðuðum við morgunmat saman.

Það var spáð rignigu þegar líða tók á sunnudaginn þannig að flestir drifu sig um hádegi til síns heima.