Potato Run 2017

Potato Run var haldið þetta árið í Brautartungu í Lundarreykjadal, Borgarfirði helgina 14.-16.júlí

Veðurguðirnir voru ekkert rosalega góðir við okkur en héldu okkur þó þurrum og stilltu hitanum í hóf, sólin hefði þó mátt fá að vera með okkur meira.

Þessa helgina var mætingin bara bærileg og allir virtust skemmta sér vel.

Leikirnir stóðu fyrir sínu að vanda og var keppt í reiptogi, kartöflusokk, snigli barna, frisbígolfi og dauðagöngu. Að sjálfsögðu var keppt í barna og fullorðinsflokkum.

Þessa helgina var boðið upp á trúbador og DJ á föstudagskvöldinu og svo var hljómsveit sem stóð fyrir stuðinu á laugardagskvöldinu.
Það voru Hrafnar Mc sem smöluðu í hljómsveit fyrir þetta Run og náðu alls 4 æfingum áður en talið var í á sviðinu.

Þessi helgi var hin fínasta í alla staði, aðstaðan til fyrirmyndar og stefnum við á að bóka Brautartungu fyrir næsta ár.

Þakkir fá allir sem mættu, hlökkum til að sjá ykkur að ári og ykkur hin líka.

Það fylgja svo nokkrar myndir með.

Með bestu þökkum, stjórnin.