Your cart is currently empty!
Harley-Davidson Club Iceland var stofnaður í September 2005. H-DC ICE eru áhugaklúbbur með það markmið að gæta hagsmuna íslenskra Harley-Davidson og Buell eigenda, gagnvart yfirvöldum og öðrum utanaðkomandi áhrifum. Tilgangi sínum hyggst klúbburinn ná með samvinnu við samnefnda klúbba í Evrópu sem eru félagar í FH-DCE, Federation Of Harley-Davidson Clubs Europe. H-DC ICE er óháður allri MC klúbbapólitík.


Árið 2025 markar stór tímamót í sögu Harley-Davidson mótorhjólaklúbbsins á Íslandi. H-DCICE fagnar 20 ára afmæli og árið hefur sannarlega verið í anda þess – fullt af lífi, gleði, benzínlykt og brjáluðu stuði!
Stærsti viðburð ársins var án efa þegar klúbburinn hélt Landsmót bifhjólafólks á Varmalandi í júní. Þar kom saman bifhjólahjólafólk af landinu öllu, sameinað í ástríðunni fyrir tveimur mótorhjólum, þrumandi vélum og góðum félagsskap. Veðrið lék við okkur, stemmningin var rafmögnuð og mótið eitt það glæsilegasta sem haldið hefur verið.
Á árinu hélt klúbburinn áfram að vaxa og dafna, og fjölmargir nýir meðlimir bættust í hópinn. Það er ánægjulegt að sjá hversu margir vilja vera hluti af samfélaginu sem H-DCICE hefur byggt upp. Samfélagi sem stendur fyrir vináttu, sameiginlegri ástríðu og lifandi klúbbamenningu.
Það er ánægjulegt að segja frá því að H-DCICE tók í notkun sitt allra fyrsta klúbbhús í Hafnarfirði. Þetta er áfangi sem hefur lengi verið draumur félagsmanna, og nú loksins eigum við okkar eigin heimavöll – stað þar sem við getum hist, skipulagt ferðir, haldið viðburði og einfaldlega notið þess að vera saman. Þetta hefði ekki verið hægt nema fyrir samtakamátt klúbbameðlima sem hafa lagt mikið af mörkunum að gera heimavöllinn okkar glæsilegan.
Afmælisárið 2025 hefur þannig verið bæði stórt og eftirminnilegt fyrir H-DCICE. Við horfum spennt fram á næstu 20 ár, full af gleði, brölti, brasi og endalausum ævintýrum á Harley-Davidson hjólum Íslands.
Á þessum tímamótum er vert að þakka öllum þeim sem hafa tekið þátt í því að halda klúbbnum okkar lifandi. Sendum hugheilar kveðjur til allra fyrrum meðlima klúbbsins og bjóðum áhugasama velkomna.
Ride safe – ride free!
© Mynd Gísli Kjaran Kristjánsson
Ný stjórn HDC-ICE var kosin á aðalfundi Harley Davidson klúbbsins árið 2025.
Stjórnina skipa:
Heiðar Valur – forseti
Gunni Joker – varaforseti
Ólafur Geir – gjaldkeri
Stefán Páll – ritari
