Harley Davidson Club Iceland

Harley-Davidson Club Iceland var stofnaður í September 2005. H-DC ICE eru áhugaklúbbur með það markmið að gæta hagsmuna íslenskra Harley-Davidson og Buell eigenda, gagnvart yfirvöldum og öðrum utanaðkomandi áhrifum. Tilgangi sínum hyggst klúbburinn ná með samvinnu við samnefnda klúbba í Evrópu sem eru félagar í FH-DCE, Federation Of Harley-Davidson Clubs Europe. H-DC ICE er óháður allri MC klúbbapólitík.
Skrá migSpyrja

Tilkynning

 

 

Ný stjórn HDC-ICE

 

Kæru félagar

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Harley Davidson klúbbsins árið 2021.

Stjórnina skipa:
Spessi – forseti
Jónas (Shovel) – ritari
Atli Bergmann – gjaldkeri
Kobbi Shæní– varamaður

 

 

H-D Club Iceland Rally

H-D Club Iceland Rally var haldið að Torfastöðum í Grafningi 10.-12.júlí.

Súfistinn í Hafnarfirði á 17 júní

H-D Klúbburinn ætlaði að vera með Custom Bike Show og rokktónleika áSúfistanum 17. júní. 
En vegna Covid var það bannað.

Bíókvöldin í vetur

Harley Davidson Club Iceland stóð fyrir bíósýningum í bíó Paradís í vetur.
Auðvitað vildum við einungis sjá mótorhjólamyndir, og vinsælasta myndin var auðvitað stórmyndin „Harley Davidson and the Marlboro Man“.
Það var fullur salur og Marlboro maður Íslands (Einar Marlboro)mætti líka. Við horfðum líka á Easy Rider, Fixing the Shadow og nokkrar fleiri.

H-D Club Iceland Rally – Torfastöðum 2020

Harley Davidson Club Iceland Rally - Torfastöðum

2020