Lög Harley-Davidson Club Iceland

  1.  Harley-Davidson Club Iceland var stofnaður í September 2005. H-DC ICE eru áhugaklúbbur með það markmið að gæta hagsmuna íslenskra Harley-Davidson og Buell eigenda, gagnvart yfirvöldum og öðrum utanaðkomandi áhrifum. Tilgangi sínum hyggst klúbburinn ná með samvinnu við samnefnda klúbba í Evrópu sem eru félagar í FH-DCE, Federation Of Harley-Davidson Clubs Europe. H-DC ICE er óháður allri MC klúbbapólitík.
  2. Heimili og varnaþing klúbbsins er í Reykjavík. Stjórn klúbbsins er kosin á aðalfundi. Í stjórn H-DC ICE skulu vera 3 fullgildir meðlimir: Forseti, gjaldkeri og ritari. 3 menn skulu skipa varastjórn og vera fullgildir meðlimir. Forseti og stjórnarmeðlimir eru kosnir ár hvert þó eigi fleiri en tveir. Tveir varamenn skulu kosnir ár hvert. Atkvæðarétt hafa eingöngu greiddir meðlimir. Daglega umsjón klúbbsins annast forseti. Stjórn skipar Ritstjóra fréttablaðs. Stjórn skal skipa 3 manna vinnuhóp ár hvert. Hópurinn vinnur með stjórn að öllum viðburðum samkvæmt dagskrá.
  3. Aðalfundur klúbbsins skal vera haldin fyrir 01. maí mánaðar ár hvert. Boðað skal til aðalfundar með minnst 14 daga fyrirvara. Tillögur að breytingum á reglum klúbbsins skal skilað inn skriflega minnst 7 dögum fyrir aðalfund. Á aðalfundi er farið yfir bókhald liðins árs. Rekstrarafgangi að starfsemi liðins árs skal varið til að byggja upp starfsemi klúbbsins. Aðeins fullgildir meðlimir geta setið aðalfund. Notkun bakmerkja sem tilheyra öðrum klúbbum/samtökum en H-DC ICE eru bönnuð á aðalfundi.
  4. Stjórnarfundir eru haldnir eftir þörfum, þó minnst fimm sinnum á ári. Stjórn getur aðeins tekið ákvarðanir fyrir hönd klúbbsins ef allir meðlimir stjórnar er á stjórnarfundi og meirihluti hennar samþykkur. Í fjarveru stjórnarmeðlims hefur varamaður stjórnar fullan ákvörðunarrétt. Fundargerð frá stjórnarfundum sendist til allra stjórnarmeðlima ásamt varamönnum. Fyrir utan venjulegan rekstrarkostnað, verða allar fjárhagslegar ákvarðanir yfir 10.000,- kr að samþykkjast á stjórnarfundi.
  5. H-DC ICE tekur enga ábyrgð á meðlimum sínum og hegðun þeirra. Stjórnin getur neitað fólki um aðild og vísað fólki úr klúbbnum ef hegðun þess hefur á einhvern hátt skaðað klúbbinn. Í slíkum tilfellum skal viðkomandi fá upplýsingar um málið og hafa möguleika á að andmæla á næsta aðalfundi. Meirihluti stjórnar verður að vera sammála um brottrekstur í slíkum tilfellum. Brottreknir meðlimir hafa ekki kröfu á að fá endurgreidd félagsgjöld né aðra fjármuni klúbbsins. Við kæru um þjófnað eða sölu á stolnum mótorhjólum eða varahlutum þeirra er viðkomandi sjálfkrafa vísað úr klúbbnum, þegar dómur er fallinn.
  6. Félagsgjöld greiðast fyrir 1. mars ár hvert, aðalfundur ákveður félagsgjöld. Meðlimir sem ekki hafa greitt félagsgjöld fyrir 1. maí eru ekki lengur fullgildir meðlimir. Makar og börn meðlima geta skráð sig sem fjölskyldumeðlimir í klúbbinn ef heimilisfang þeirra er það sama. Fjölskyldumeðlimir fá ekki félagsblað klúbbsins í pósti, en hafa að öðru leyti sömu réttindi sem aðrir meðlimir. Félagsgjald fyrir fjölskyldumeðlim er kr. 2.000-. Fjölskyldumeðlimur fellur sjálfkrafa út ef fullgildur meðlimur með sama heimilisfang greiðir ekki sitt félagsgjald.
  7. H-DC ICE gefur út félagsblað sem kemur út minnst 2 svar á ári. Ritstjóri er ábyrgur fyrir innihaldi blaðsins.
  8. H-DC ICE skal halda eina samkomu ár hvert fyrir meðlimi sína.
  9. H-DC ICE er eingöngu hægt að leggja niður ef ¾ er sitja aðalfund klúbbsins kjósa um það. Allt fjármagn klúbbsins rennur þá til góðgerðarstarfsemi í þágu barna.