Um Harley-Davidson Club Iceland

Hugmynd að stofnun klúbbsins vaknaði haustið 2003,
Lj-Óskar Sigurðsson #3 búsettur í Noregi hafði þá verið meðlimur Harley-Davidson Owners Club Norway (H-DOCN) um nokkurt skeið og mjög virkur innan klúbbsins.

Þar sem Óskar er íslenskur og var kominn í stjórn norska klúbbsins vaknaði sú spurning meðal norskra stjórnarmeðlima hversvegna íslendingar væru ekki virkir þátttakendur að svo öflugri menningu. Það var svo veturinn 2003-2004 að Sævar Samningamaður fór til Noregs og fékk þann heiður að fá að hitta stjórnarmeðlimi norska klúbbsins og sitja stjórnarfund þeirra, nú fóru Sævar og Óskar að leggja á ráðin um að hefjast handa við að koma íslenska klúbbnum í gang. Það var föstudagskvöld í Þrándheimi og allt á kafi í snjó sem að félagar settust niður með mjöð og koniak, þarna fór þetta að fæðast, Lj-Óskar sem hefur skemmtilegt lag á blýantnum lagði drögin að klúbbmerkinu. Nokkrir mánuðir liðu og fékk þá Sævar til liðs við sig mótorhjólabóndann Dagrúnu Jónsdóttur í frekari undirbúning, það var svo á haustmánuðum 2004 að stjórnir Harley klúbba í: Finnlandi Svíþjóð, Noregi og Danmörku ákváðu að halda sinn árlega norðurlandafund á Íslandi, sér í lagi af tilefni þess að stofna ætti H-DC ICE. Sævar og Dagrún undirbjuggu komu þeirra og var ýmsu tjaldað til. Kynning á Harley-Davidson klúbbunum var haldin hjá Didda í Harley og sannar íslenskar veigar veittar. Sævar og Dagrún sátu norðurlandafund klúbbanna á hóteli nokkru í Reykjavík og urðu nokkurs vísari um starfsemi þeirra. Meiningin var síðan að halda stofnfund H-DC ICE nokkrum vikum eftir þetta, en ………. af ýmsum orsökum dróst það á langinn, of mikið á langinn því miður. En það fór loks svo að stofnfundur var haldinn 30. september 2005 og
TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ KÆRU HARLEY EIGENDUR!